Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.08.2014 07:11

Óskar Hafsteinn Óskarsson skipaður í Hrunaprestakalli

 

Óskar Hafsteinn Óskarsson 

 

Óskar Hafsteinn Óskarsson skipaður í Hrunaprestakalli

 

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Óskar Hafstein Óskarsson á Selfossi í embætti sóknarprests í Hrunaprestakalli, Suðurprófastsdæmi. Frestur til að sækja um embættið rann út 5. ágúst sl.

Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu fulltrúar prestakallsins ásamt prófasti. Embættið veitist frá 1. september 2014.

Af www.kirkjan.is

Hrunakirkja.

Skráð af Menningar-Staður