Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.08.2014 07:40

Sprenging í sölu á Føroya-Gulli

 

 

Sprenging í sölu á Føroya-Gulli

 

Sophus Dal Christiansen, markaðsstjóri hjá Føroya Bjór, segir að sala á færeyska bjórnum Gulli hafi farið fram úr björtustu vonum og hann sé nú uppseldur í sumum verslunum ÁTVR. Algjör sprenging hafi orðið í sölunni eftir að Ölgerðin fór fram á að færeyski bjórinn yrði tekinn úr sölu hjá ÁTVR.

Andri Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, hefur látið hafa eftir sér að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi átt í vinsamlegum viðræðum við Føroya Bjór um að Gull yrði tekið úr sölum, en Ölgerðin framleiðir sem kunnugt er bjórinn Egils-Gull. Sophus segir þetta ekki rétt. Fyrirtækið hafi fengið bréf þar sem þess sé krafist að Gull frá Færeyjum verði þegar í stað tekinn úr sölu, annars verði farið með málið til dómstóla.

Sophus segir að mikil sölu aukning hafi orðið á færeyska bjórnum í síðustu viku og hann sé nú uppseldur í sumum verslunum ÁTVR. „Við höfum fengið bréf frá Íslendingum sem segjast styðja okkur í þessu hlægilega máli. Við erum þakklátir fyrir þann stuðning sem við höfum fengið, en hann sýnir þau sterku tengsl sem eru milli Íslands og Færeyja.“

Morgunblaðið greinir frá.

 

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður