Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.08.2014 21:09

París norðursins á Flateyri

 

 

París norðursins á Flateyri

 

París norðursins heitir ný íslensk kvikmynd sem forsýnd var í Ísafjarðarbíói í dag fyrir útvalda boðsgesti. Myndin er tekin upp á Flateyri en verður frumsýnd formlega hér á landi um næstu helgi.

París norðursins fjallar um mann sem fundið hefur sér athvarf í litlu þorpi úti á landi. Hann sækir AA-fundi og reynir að læra portúgölsku. Líf hans kemst skyndilega í uppnám þegar faðir hans hringir og boðar komu sína á staðinn.

Leikstjóri myndarinnar er Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð skrifaði handritið. Með aðalhlutverk fara Björn Thors, Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Tónlistin er í höndum Prins Póló og hefur hún þegar náð miklum vinsældum.

Það gekk bara ósköp vel, við vorum þarna við tökur síðastliðið vor og við fengum góðan stuðning frá fólkinu sem þar býr og hér er bara útkoman loksins komin,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri myndarinnar.

Gagnrýnandi sem gaf myndinni fjórar stjörnur af fimm eftir heimsfrumsýningu hennar á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í byrjun júlí, telur ekki ólíklegt að þessi kvikmynd, líkt og fyrri mynd Hafsteins, Á annan veg, veki áhuga manna í Hollywood og að ráðist verði í endurgerð hennar á bandaríska vísu.


Af www.ruv.is

.

Skráð af Menningar-Staður