UniJon í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri sunnudaginn 31. ágúst kl 16
UniJon verða með tónleika í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri í dag -sunnudaginn 31. ágúst 2014 kl. 16:00-
Söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi eru músíkalst par. Saman kalla þau sig UniJon.
UniJon hafa undanfarna mánuði verið á tónleikaferð um Evrópu, þar sem þau hafa kynnt plötuna sína Morning Rain. Þau eru nú að flytja heim og hlakka mikið til að koma fram í nýja heimabænum sínum Stokkseyri. Þau haf keypt húsið Sandfell á Stokkseyri sem er næsta hús austan við Veiðisafnið. Áður bjuggu þau í Merkigili á Eyrarbakka.
Uni og Jón Tryggvi gáfu bæði út sólóplötur árið 2009, en hafa síðan samið og spilað sem dúett. Tónlist þeirra er á rólegu, þjóðlegu og rómantísku nótunum.
Þau hafa verið rómuð fyrir ljúfsára og notalega stemningu – því má búast við kózý og rómantískum tónleikum.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is