Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.09.2014 19:30

Dagskrá Menningardaga á Raufarhöfn sem enda á hrútadegi 4. okt 2014

 

Uppboðshaldarinn Níels Árni Lund fer á kostum þegar hinir miklu kynbótahrútar eru boðnir upp og þeim valinn framtiðar fjárhópur til að annast. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.

 

Dagskrá Menningardaga á Raufarhöfn sem enda á hrútadegi 4. okt 2014

 

Laugardagur 27. sept.
Spurningakeppni fyrirtækjanna á Raufarhöfn í Félagsheimilinu Hnitbjörgum kl. 21. Hver verður gáfnaljósið á Raufarhöfn?
Allir hjartanlega velkomnir að fylgjast með og styðja sitt lið.

Sunnudagur 28. sept.
Ganga hjá ferðafélaginu Norðurslóð kl. 13
Léttmessa kl. 15 
Glæsilegt kaffihlaðborð kvenfélagsins Freyju verður kl. 16
Heilsutríóið frá Húsavík verður með tónleika í Raufarhafnarkirkju kl. 20

Mánudagur 29. sept.
Fjölskyldu pub-quiz kl. 18

Þriðjudagur 30. sept.
Bíókvöld kl. 17 fyrir börnin og kl. 20 fyrir fullorðna

Miðvikudagur 1. okt.
Spilakvöld kl. 19.

Fimmtudagur 2. okt.
Skrínukostur kl. 18:30 Allir koma með eitthvað á hlaðborð, horft verður á myndklippur frá gömlum þorrablótum. Mönnum er velkomið að koma með skemmtiatriði. 

Föstudagur 3. okt.
Pókerkvöld í félagsheimilinu Hnitbjörgum kl.21.


Laugardagur – Hrútadagurinn 4. okt.
Opið hús í Hreiðrinu, kynning á Rannsóknarstöðinni Rifi kl.12-15.
Hrútadagsdagskrá í Faxahöll hefst kl. 15 til um það bil 17.
Meðal gesta verða Guðni Ágústsson, ásamt Hrútavinafélaginu. Kótilettufélagið mætir á svæðið. Sölubásar, kjötsúpa og margt fl.
Hápunktur dagsins er síðan sala á hrútum sem gæti endað með uppboði. 
Matur á Norðurljósum kl. 17-21. A.T.H. Borðapantanir í síma: 465-1233.
Í Félagsheimilinu Hnitbjörgum verður
Hagyrðingarkvöld
kl. 21:00

Meðal gesta verða Guðni Ágústsson, ásamt Hrútavinafélaginu.

Ball kl. 23:00-03:00

 

Séð yfir svæði það í Faxahöllinni á Raufarhöfn þar sem kaupendur þukla hrúta.

 Ljósm.: Guðmunur J. Sigurðsson.

Mynd: Þessar flottu könnur verða til sölu á hrútadaginn ??

 


Skráð af Menningar-Staður