Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.09.2014 05:56

Opnunarfagnaður Landbúnaðarsafns á fimmtudaginn 2. okt. kl. 16

Halldórsfjós á Hvanneyri

Fjósið á Hvanneyri er teiknað af Guðjóni Samúelssyni frá Eyrarbakka og var byggt á árunum 1928-1929. Það var byggt fyrir 80 gripi og þótti stórt og vandað á sínum tíma. Á fjósloftinu var íbúð og þar var einnig efnarannsóknastofa skólans um 40 ára skeið.

 

Opnunarfagnaður Landbúnaðarsafns á fimmtudaginn 2. okt. kl. 16

 

Tilkynnum flutning Landbúnaðarsafnsins og Ullarselsins á Hvanneyri í Borgarfirði svo og opnun nýrrar sýningar Landbúnaðarsafnsins á fimmtudaginn 2. október 2014  kl. 16.

 

Allir velkomnir svo lengi sem plássið leyfir.

 

Klæðið ykkur vel (hlýlega)!

 

http://www.landbunadarsafn.is/Files/Skra_0068627.pdf

 

Hrútavinafélagið verður á Hvanneyri um hádegisbil fimmtudaginn 2. október 2014 á leið sinni á Hrútadaginn á Raufarhöfn og mun skoða Landbúnaðarsafnið á hinum nýja stað í Halldórsfjósi á Hvanneyri. 

 

Skráð af Menningar-Staður