Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.10.2014 11:01

Gorbi klár í austurferðina á morgun 2. október 2014

 

 

Magnús Ásgeirsson frá Landflutningum-SAMSKIP

 

Gorbi klár í austurferðina á morgun 2. október 2014

 

Forystusauðurinn   GORBASJEV -Gorbi frá Brúnastöðum-  fór síðustu ferðina um Flóann í morgun.

Það var Magnús Ágeirsson hjá - Landflutningum-SAMSKIP- sem ók Gorba kveðjuferðina um Flóann sem endaði á forsetasetri Hrútavinafélagsins að Ránrgrund á Eyrarbakka þar sem Gorbi verður til fyrramáls.

Magnús Ásgeirsson og Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, báru Gorba inn á forsetasetrið eins og sjá má á myndum hér með.

Gorbi var síðasta árið í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í Félagsheimilinu Stað og tók þar á móti þúsundum ferðamanna sem voru myndaðir með Gorba.

Hrútavinaferðin á Raufarhöfn með Gorba hefst kl. 8:00 í fyrramálið, fimmtudaginn 2. okt. 2014.

 

Þar verður kveðjustund og eru allir hjartanlega velkomnir.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson Gorbi og Magnús Ásgeirsson.

.


 

Skráð af Menningar-Staður