Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.10.2014 12:17

Hrútavinafélagið Örvar í heimsókn - Þakkir úr Svalbarðshreppi

 

Hér afhendir Guðni  forystusauðinn Gorba til forystusetursins og Daníel veitir gjöfinni viðtöku fyrir hönd setursins

Hér afhendir Guðni forystusauðinn Gorba til forystusetursins og Daníel veitir gjöfinni viðtöku fyrir hönd setursins.
Ljósm.: Bjarnveig Skeftfeld.


Hrútavinafélagið Örvar í heimsókn

- Þakkir úr Svalbarðshreppi

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi efndi til rútuferðar í tilefni 15 ára afmælis félagsins. Stefnan var tekin  á að vera á Raufarhöfn á Hrútadaginn mikla þann 4.október. 


Hrútavinirnir lögðu af stað í þessa skemmti og fræðsluferð frá Eyrarbakka fimmtudaginn 2. október með viðkomu á höfuðstöðum  á leiðinni. Fararstjórar voru þeir Guðni Ágústsson, Níels Árni Lund og Björn Ingi Bjarnason.
 

Með í för var sauðurinn Gorbi frá Brúnastöðum, uppstoppaður,og var nú afhentur forystufjársetrinu á Svalbarði.
Formleg hátíðarmóttaka var í Forystufjársetrinu  og hádegisverður í boði forystufjársetursins. Eftir samkomuna á Svalbarði hélt hópurinn á Hrútadagshátíðina á Raufarhöfn og hagyrðingakvöld í Hnitbjörgum um kvöldið. Þar kom einnig fram skemmtikrafturinn   vinsæli Jóhannes Kristjánsson.


 Vafalaust hefur svo þessi hressi hópur svifið  um dansgólfið í Hnitbjörgum, við dúndrandi dansmúsik hljómsveitarinnar Dansbandið.
Sunnudaginn 5.okt. hélt þetta heiðursfólk svo heim á leið.
Vinsamlegt og skemmtilegt fólk á ferð með Guðna Ágústsson í fararbroddi. Sendum þeim kærar kveðjur með þakklæti fyrir komuna hingað norður.


Myndasafn á þessari slóð:
http://svalbardshreppur.is/hreppur/gallery/hrutavinafelagid_i_heimsokn/

 

Af  -  www.svalbardshreppur.is

Skráð af Menningar-Staður