Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.10.2014 13:23

Hrútavinir í Hriflu

 

Guðni, Jóhannes, Magrét, Guðbjörg, Hávar og Björn Ingi formaður Hrútavinafélagsins Örvars.

Guðni, Jóhannes, Magrét, Guðbjörg, Hávar og Björn Ingi forseti Hrútavinafélagsins Örvars.

 

Hrútavinir í Hriflu

Heimilifólkið í Hriflu fékk heldur betur óvænta og alveg bráðskemmtilega heimsókn föstudaginn 3. okt. 2014.

Þær svilkonur Margrét Snorradóttir og Guðbjörg Jónsdóttir voru í óða önn að taka slátur og ekki viðbúnar gestakomu. Þær sjá þá hvar rúta frá Allrahanda rennur heim í hlað og út stíga Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Sigurður Sigurðsson dýralæknir, Jóhannes Kristjánsson eftirherma, Sigurður Þ. Ragnarsson verðurfræðingur og dagskrárgerðarmaður á INN, Björn Ingi Bjarnason forseti  Hrútavinafélagsins Örvars og fleira gott fólk.

Með í rútunni var forystusauðurrinn Gorbatsjov ættaður frá Brúnastöðum, áður í eigu Guðna Ágústssonar, Gorbi er uppstoppaður og var á leiðinni í Fræðasetur um forustufé að Svalbarði í Þistilfirði, þar sem formleg afhending átti að fara fram. 

Þess má líka geta að verið var að mynda ferðalagið, stefnt er að því að sýna afraksturinn á ÍNN í fimm þáttum í nóvember n.k. 

Samferðafólkið voru Hrútavinir, á skemmti og fræðsluferð.

Lagt var af stað með Gorbatjov frá Eyrarbakka á fimmtudag og viðkoma höfð á mörgum stöðum á leiðinni norður m.a. í Höfða í Reykjavík, Hvanneyri, Hólum, Sauðárkróki, Akureyri, Hriflu og víðar.

Hrútavinir heilsuðu uppá heimafólk og vildi endilega fá að taka myndir af þeim með Gorbatjov. Var þetta hin hressilegasta heimsókn og mikið hlegið að uppátækinu.

Gorbatsjov fær nú varanlega búsetu í Fræðasetrinu, hann var borinn þangað inn með viðhöfn, Guðni Ágústsson, heiðursforseti félagsins, álítur að Gorba muni líka vistin vel í Norður Þingeyjarsýslu enda er þar mekka forystufjár. Gorbi sómir sér vel á sviðinu við hlið Fengs frá Ytra-Álandi.

Meðfylgjandi myndir eru frá Guðmundi J. Sigurðssyni.

 

Margrét og Guðbjörg  örugglega skellihlægjandi en Gorbi alvarlegur.

Margrét og Guðbjörg með svunturnar og alveg skellihlægjandi en sennilega er komin  ferðaþreyta í Gorba.

.

tveir sveitastrákar Guðni og Hávar Sigtryggsson.

Tveir sveitastrákar Guðni og Hávar Sigtryggsson.

Af . www.641.is

641.is vefsíðan til gagns og gamans fyrir Þingeyinga nær og fjær. Drifkraftur hennar er áhugi og umhyggja fyrir heimabyggð okkar, Þingeyjarsýslu. Vinna við síðuna fer fram í tómstundum okkar og reynum við eftir fremsta megni að afla áhugaverðra frétta úr Þingeyjarsýslu. Við njótum dyggrar aðstoðar heimamanna sem eru okkur óþrjótandi frétta og upplýsingaauðlindir.

Um 1950 manns skoða 641.is daglega að meðaltali (Samkvæmt innbyggðu talningarkerfi síðunnar)

 

 

Skráð af Menningar-Staður