Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.10.2014 18:20

Í dag skein sól á Pál Ísólfsson á Stokkseyri

 

Minnisvarði Páls Ísólfssonnar á Stokkseyri.

.

Símonarhús, fæðingarstaður Páls Ísólfssonar, er lengst til hægri.

 

Í dag skein sól á Pál Ísólfsson á Stokkseyri

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi minntist þess í dag, 12. október 2014, að 121 ár er frá fæðingu tónskáldsins Páls Ísólfssonar á Stokkseyri. Drukkið var afmæliskaffi í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri hjá Elfari Guðna Þóreðarsyni og Helgu Jónasdóttur.

Hrútavinafélagið Örvar og Hólmaröst hafi á hverju ári frá 1999 haldið upp á afmælisdag Páls Ísólfssonar með einhverjum hætti svo eftir hefur verið tekið.

 

Páll Ísólfsson – Fæddur 12 október 1893  Dáinn 24. nóvember 1974

Dr. Páll Isölfsson var fæddur í Símonarhúsum á Stokkseyri 12. október 1893. Foreldrar hans voru Ísólfur Pálsson, organleikari þar og tónskáld, síðar í Reykjavík, og kona hans, Þuríður Bjarnadóttir. Páll ólst upp með foreldrum sfnum á Stokkseyri til fimmtán ára aldurs, en fór þá til Reykjavíkur og dvaldist þar nokkur næstu ár með föðurbróður sínum, Jóni Pálssyni bankaféhirði, og konu hans, Önnu S. Adólfsdóttur. Voru þau honum sem aðrir foreldrar. Á þessum árum naut hann tilsagnar hjá Sigfúsi Einarssyni, tónskáldi og dómorganista.

Arið 1913 fór Páll utan með tilstyrk Jóns frænda síns og frú Önnu, og næstu fimm ár var hann nemandi við Konunglega tónlistarskólann í Leipzig. Kennari hans i organleik, sem var aðalnámsgrein hans, var dr. Karl Straube, kantor við Tómasarkirkjuna, þar sem Joh. Seb. Bach hafði fyrr setið orgelbekkinn, og á árunum 1917—19 var Páll aðstoðarmaður og staðgengill dr. Straube í starfi hans þar. Einnig naut Páll í Leipzig kennslu hjá Robert Teichmiiller í píanóleik og hjá Hans Grisch í tónfræði, og meðal annarra kennara hans var Max Reger, eitt gáfaðasta tónskáld síns tíma. Síðar (1924—25) var Páll við framhaldsnám í París hjá hinum fræga organsnillingi Joseph Bonnet.

Um það leyti sem Páll lauk námi í Leipzig stóðu honum ýmsar leiðir opnar erlendis, og um þetta leyti og á næstu árum hélt hann marga tónleika á ýmsum stöðum, einkum í Þýzkalandi og Danmörku, og hlaut óskoraða viðurkenningu fyrir list sína. En hugur hans stóð jafnan heim til Íslands, og hingað fluttist hann 1921. Eina fasta tónlistarstarfið, sem þá stóð til boða hér, var stjórn Lúðrasveitar Reykjavfkur, og hafði hann það á hendi næstu 12 ár.

Alþingishátíðarárið 1930 markaði þáttaskil í sögu fslenzkrar tónlistar. Í sambandi við hátfðina var efnt til samkeppni um hátfðarljóð og tónverk. Verðlaunin unnu þeir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Páll Ísólfsson. Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður á þessu ári. Varð Páll fyrsti skólasljóri hans og gegndi því starfi til 1957. Rikisútvarpið tók einnig til starfa 1930. Páll átti sæti í hinu fyrsta útvarpsráði og var síðan tónlistarráðunautur og tónlistarstjóri útvarpsins að mestu óslitið til ársins 1959. Með stórfum sínum í þágu þessara stofnana vann Páll ómetanlegt starf að uppbyggingu tónlistarlífs í landinu. Um skeið kenndi hann organleik við Háskólann, og tónlistargagnrýni ritaði hann í Morgunblaðið um margra ára skeið. Hann kom mjög oft fram á tónleikum, bæði sem organleikari, píanóleikari, söngstjóri og hljðmsveitarstjóri.

 

Minningar. Morgunblaðið. 3. desember 1974


Myndaalbúm frá Stokkseyri í dag er á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/266037/


Nokkrar myndir hér:

 

.

Afmæliskaffi í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmarsöst á Stokkseyri.
F.v.: Valgerður Þóra Elfarsdóttir, Elfa Sandra Elfarsdóttir, Helga Jónasdóttir, Björn Ingi Bjarnason, Elfar Guðni Þórðarson, Lydía Matthildur Þórhallsdóttir og Herdís Sif Ásmundsdóttir.
Ljósm.: Jóna Guðrún Haraldsdóttir.

.

.

Stokkseyrarlistamennirnir; Páll Ísólfsson og Elfar Guðni Þórðarson við listaverkið -Brennið þið vitar í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri- í dag 12. október 2014.

.

 

Skráð af Menningar-Staður.