Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.10.2014 08:56

Kynning á breytingu aðalskipulags Árborgar 2010-2030 - Göngustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar

 

 

 

 Kynning á breytingu aðalskipulags Árborgar 2010-2030 - Göngustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar

 

Áður en tillaga að breytingu á aðalskipulagi er tekin til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn skal tillagan og forsendur hennar kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum.

Í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030.

 

Um er að ræða breytta legu göngu- og hjólastígs á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Breytt lega stígsins nær frá vestur enda hans, við Merkisteinsvelli á Eyrarbakka, að göngubrú yfir Hraunsá, vestan Stokkseyrar. Stígurinn mun liggja á milli Gaulverjabæjarvegar nr. 33 og fjörukambsins.

Skilgreind landnotkun samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins er einkum opið svæði til sérstakra nota auk landbúnaðarsvæðis. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er staðsetning stígsins meðfram strandlengjunni. Hann mun því færast fjær sjónum við breytinguna.

Með breytingu á legu stígsins er verið að minka líkur á ágangi sjávar auk þess sem lengd hans styttist um 260m.

Ekki er um að ræða friðlýst svæði á náttúruminjaskrá, en á lista í skránni um „ aðrar náttúruminjar „ er að finna Gamla-Hraun og nágrenni vegna fjölbreytts lífríkis.

 

Tillagan ásamt greinagerð verður aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar www.arborg.is auk þess sem hún verður til kynningar á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67 Selfossi , fimmtudaginn 16. október 2014 frá kl 13.00 til kl 15.00.

 

Gögn:  Göngu-og hjólast-Askbr1-Drög1

 

Bárður Guðmundsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Sveitarfélagsins Árborgar

 

Skráð af Menningar-Staður