Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.10.2014 08:10

Málþing um framtíð ungmennafélaganna í Flóahreppi 13. október 2014

 


Félagslundur.

Málþing um framtíð ungmennafélaganna í Flóahreppi

13. október 2014

 

Nú þegar 10 ár eru liðin síðan Flóaskóli var stofnaður og sveitarfélagið Flóahreppur varð til í kjölfarið hafa ungmennafélögin í Flóahreppi ákveðið 
að boða til málþings um framtíð ungmennafélaganna í Flóahreppi.

Í okkar samfélagi þar sem gömlu hreppamörkin verða sífellt óljósari heyrast oft raddir sem vilja að í Flóahreppi verði eitt ungmennafélag sem haldi utan um íþrótta- og menningarstarfsemi sveitarfélagsins. Börnin í sveitinni séu saman í skóla og keppi nú þegar undir sama merki í íþróttum. 
 

Á málþinginu verður farið yfir þær sameiningarhugmyndir sem stjórnir ungmennafélaganna hafa rætt á síðustu misserum og í kjölfarið verða almennar umræður um hverskonar íþrótta- og menningarlíf íbúar í Flóahreppi vilja að fari fram í sveitinni. Hvernig er hægt að hafa starfið sem fjölbreyttast og að sem flestir vilji taka þátt? 


 Málþingið mun fara fram í Félagslundi mánudagskvöldið 13. október og hefst kl 20:30. 

Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa að mæta og viðra sínar skoðanir á málinu. Sérstaklega viljum við hvetja foreldra barna á skólaaldri til að koma og móta þannig með okkur framtíðina í íþrótta- og menningarstarfi sveitarinnar. 
 

Léttar veitingar í boði ungmennafélaganna og vonandi góðar umræður í sönnum ungmennafélagsanda. 

 

Unmennafélögin Baldur, Samhygð og Vaka

 

Félagslundur.

 

Skráð af Menningar-Staður