Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.10.2014 06:40

17. október 1755 - Kötlugos hófst

 

 

17. október 1755 - Kötlugos hófst

Kötlugos hófst „með miklum jarðskjálftum, eldingum, stórdynkjum, skruðningum, þoku, þykku sandmistri og iðulegum eldsgangi,“ segir í Höskuldsstaðaannál. Gosinu fylgdi feiknalegt jökulhlaup og öskufall.

Þetta er talið mesta öskugosið í Kötlu á sögulegum tíma. Það stóð fram í febrúar.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 17. október 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Katla 1755

Eftir hamfarirnar í Kötlu 934 þá gaus hún hefðbundnum basaltgosum, fremur litlum en þó með fáum undantekningum til 1755.. Það gos er reyndar “hefðbundið” fyrir basaltgosin í Kötlu varðandi flest nema kraftinn og magn gosefna.  Þetta var stórt gos og því fylgdi mikið hlaup.  Upp kom 1,5 mk3 af gjósku sem gerir þetta að einu af stærstu gjóskugosum á sögulegum tíma á Íslandi.  Magn gosefna var um tvöfalt meira en í síðasta Kötlugosi 1918 sem þó var allstórt.

Gosið hófst 17. október og stóð í um 4 mánuði.  Um 30 cm gjóskulag féll í Skaftártungu í 20-25 km. fjarlægð frá eldstöðinni.  Tjónið varð mikið vegna gjóskufalls, um 50 jarðir fóru í eyði og amk. 2 menn létust af völdum eldinga í gosinu.  Hlaupið sjálft olli litlu tjóni þó það hafi verið með allra stærstu Kötluhlaupum.

 

Af: www.eldgos.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður