Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.10.2014 20:20

Níu af sautján félögum frá Vestfjörðum

 

Lið Barðstrendingafélagsins í keppninni í fyrra.

Lið Barðstrendingafélagsins í keppninni í fyrra.


Spurningakeppni átthagafélaganna:

Níu af sautján félögum frá Vestfjörðum

 

Spurningakeppni átthagafélaganna hefur verið haldin tvö ár í röð í þessari lotu og virðist hafa fest sig í sessi. Hún verður haldin í þriðja sinn í vetur og verður síðan sýnd á sjónvarpsstöðinni ÍNN.  Spurningakeppni sem þessi var í nokkur ár í lok síðustu aldar og í fyrstu keppninni sigraði Önfirðingafélagið í Reykjavík.

 

Athygli hefur vakið hversu stór hluti þessara félaga er skipaður fólki með átthaga á svæðinu frá Breiðafirði og norður um Vestfirði. Núna hafa sautján félög skráð sig til leiks, þar af níu af þessu svæði.


Vestfirsku átthagafélögin eru:

Átthagafélag Strandamanna,

Barðstrendingafélagið,

Bolvíkingafélagið,

Breiðfirðingafélagið,

Dýrfirðingafélagið,

Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra,

Félag Djúpmanna,

Ísfirðingafélagið

og Súgfirðingafélagið.

Hin félögin eru:
 
Átthagafélag Héraðsmanna
Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík
Norðfirðingafélagið
Siglfirðingafélagið
Skaftfellingafélagið
Svarfdælir og Dalvíkingar
 og Vopnfirðingafélagið

 

Skráð af Menningar-Staður