Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.10.2014 14:54

Faglega lyfti tímans tjöldum

 

Magnús Karel Hannesson.

 

Faglega lyfti tímans tjöldum

 

Kristján Runólfsson var á Menningarkvöldi og fyrirlestri í Rauða húsinu á Eyrarbakka sunnudaginn 19. október 2014 þar sem Magnús Karel Hannesson fór á þvílíkum kostum um slóðir sögunnar allt frá seinni hluta 18. aldar og fram í nútímann.

Kristján Runólfsson orti:

 

Hjá Magnúsi Karel mjög var gaman,

meir en nokkur orð fá lýst,

nýtt og gamalt negldi saman,

nærðist andinn, það er víst.

 

Efnið föstum tökum tók hann,

tæpti á mörgu, ár og síð,

sé ég engann svona klókan,

sögumann á vorri tíð.

 

Faglega lyfti tímans tjöldum,

tært var allt í minni hans,

færði sögn frá fyrri öldum,

fram í hverja vitund manns.

Kristján Runólfsson.

Sýnist að megi syngja þetta undir laginu "Rósin"

 

Kristján Runólfsson.

Skráð af Menningar-Staður