Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.10.2014 16:48

Menningarmánuðurinn október - Umf. Stokkseyrar sunnudaginn 26. okt. 2014

 

umfstokkseyri

 

Menningarmánuðurinn október

– Umf. Stokkseyrar sunnudaginn 26. okt. 2014

 

Menningarmánuðurinn október heldur áfram og sunnudaginn 26. okt. 2014 kl. 15:00 verður farið yfir sögu Ungmennafélags Stokkseyrar.

Viðburðurinn verður haldinn í íþróttahúsinu á Stokkseyri og dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.

Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson mun stýra samkomunni, Barnakór barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur, fimleikadeild Umf. Stokkseyarar dansar og Hulda Kristín og Tommi spila og syngja.

Dagurinn er tileinkaður Umf. Stokkseyrar en farið verður í gegnum sögu félagsins frá upphafi og til dagsins í dag.

Kvenfélagið á Stokkseyri mun síðan sjá um kaffiveitingar en hægt verður að kaupa þær gegn vægu gjaldi.

Af: www.arborg.is

 Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson.
 

Skráð af Menningar-Staður