Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.10.2014 19:57

Kirkjuþing verður sett á morgun -laugardaginn 25. okt. 2014

 

Hraungerðiskirkja.

 

Kirkjuþing verður sett á morgun - laugardaginn 25. okt 2014

 

Kirkjuþing verður sett í Grensáskirkju kl. 9 laugardaginn 25. október 2014

Við þingsetninguna munu Magnús E. Kristjánsson, forseti kirkjuþings, Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytja ávarp. Fyrir þinginu liggja að þessu sinni 29 mál.

Þeirra á meðal eru tillögur um skipulag þjónustu kirkjunnar og prestsþjónustunnar í landinu, fjármál þjóðkirkjunnar, drög að frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga og endurskoðuð jafnréttisáætlun þjóðkirkjunnar. Einnig liggja fyrir tillögur um stefnumótun í samkirkjumálum og breytingar á starfsreglum um kirkjutónlistarmál.

Á þinginu verður kosið í nefndir og embætti. Forseti kirkjuþings verður kjörinn við upphaf þingsins. Við lok umræðu á þinginu verður kjörið nýtt kirkjuráð.
 

Fyrir þinginu liggur tillaga kirkjuráðs um sölu á ýmsum fasteignum í eigu kirkjumálasjóðs, meðal annars í Suðurprófastsdæmi.

Um er að ræða Hrunaheiðar í Hrunamannahreppi ásamt tilheyrandi veiðiréttindum, Brattahlíð 5 sem er prestssetrið í Hveragerði, Túngötu 20 sem er prestssetrið á Eyrarbakka og jarðirnar Hraungerði og Vola í Flóahreppi.

 

Gert er ráð fyrir að þingið standi yfir í fram í næstu viku. Þingfundir kirkjuþings eru opnir. Fréttum af þinginu verður miðlað á vefnum www.kirkjuthing.is.

 

Skráð af Menningar-Staður