Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.10.2014 13:35

Orgelið rokkar í Selfosskirkju í kvöld - 24. okt. 2014

 

alt

Jón Bjarnason orgelleikari.

 

Orgelið rokkar í Selfosskirkju í kvöld - 24. okt. 2014

 

Í kvöld, föstudaginn 24. október 2014, verða haldnir í Selfosskirkju orgeltónleikar undir yfirrskriftinni Orgelið rokkar. Eru þeir hluti af nokkrum kvöldtónleikum sem haldnir verða í kirkjum landsins sem hafa nægjanlega stór pípuorgel. Jafnframt eru tónleikar og kynning fyrir börn á grunnskólaaldri að morgni tónleikadags.

Uppistaða tónleikanna er tónlist sem ekki er upphaflega samin fyrir orgel en er yfirleitt þekkt meðal flestra sem hlusta eitthvað á tónlist eða horfa á bíómyndir og sjónvarp. Sem dæmi má nefna tónlist eftir kvikmyndatónskáldið John Williams sem samdi ódauðlega tónlist fyrir myndir stórmyndir eins og Starwars, Indiana Jones, Jurassic Park o.fl. Einnig tónlist úr öðrum stórmyndum sem flestir kannast við eins og Pirates of the Caribbean, Lord of the rings o.s.frv. Þekkt dægurtónlist sem og rokktónlist verður á efnisskránni. Frægar hljómsveitir eins og Queen, Abba, Deep Purple, Coldplay og margar fleiri sem og tónlist úr teiknimyndum, sjónvarpsþáttum, íslensk og erlend dægurlög og svo framvegis.

Leitast verður við að hafa efnisskránna sem fjölbreyttasta til að undirstrika breidd hljóðfærisins og reynt að hafa tónlist sem allir ættu að kannast við jafnt börn sem fullorðnir. Á tónleikunum spilar Jón Bjarnason á orgel og Steinn Daði Gíslason á trommur. Á teónlikunum í Selfosskirkju spilar jafnframt Þorkell Ragnar Grétarsson á rafmagnsgítar.

Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 krónur en frítt fyrir öryrkja, eldri borgara og börn undir 16 ára aldri.

Tónleikar verða í Selfosskirkju 24. október, í Þorlákshafnarkirkju 28. október og í Hveragerðiskirkju 29. október.

Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Verkefnið var styrkt af Menningarráði Suðurlands og héraðssjóði Suðurprófastsdæmis.

Selfosskirkja.

Skráð af Menningar-Staður