Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.10.2014 07:17

Ágúst Einarsson settur inn í embætti í Kaupmannahöfn

 

Sankt Pauls kirke í Kaupmannahöfn.

 

Ágúst Einarsson settur inn í embætti í Kaupmannahöfn

 

Á morgun, Sunnudaginn 26. október 2014,  verður guðsþjónusta í Sankti Pauls kirke í Kaupmannahöfn. Þar mun sr. Birgir Ásgeirsson prófastur setja sr. Ágúst Einarsson í embætti prests íslensku kirkjunnar í Danmörku.

Sr. Ágúst Einarsson hefur verið settur til að þjóna íslensku söfnuðunum í Svíþjóð og Danmörku í hlutastarfi. Ágúst er búsettur í Gautaborg og mun sinna þjónustunni í Kaupmannahöfn með heimsóknum. Hann mun annast helgihald og hafa skipulagða viðveru í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn og í Jónshúsi.

Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kirkjukaffi í Jónshúsi. Umsjón með því hefur íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn. Mikael Due leikur á orgel og félagar í kammerkórnum Stöku syngja.

Af www.kirkjan.is

Jónshús í Kaupmannahöfn.

Sendiráð Íslands er á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

Skráð af Menningar-Staður