Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

25.10.2014 11:34

Lýður Árnason læknir til starfa í Laugarási

 


Lýður Árnason.

 

Lýður Árnason læknir til starfa í Laugarási

 

Lýður Árnason læknir hefur hafið störf í Laugarási frá og með 1. október sl.. Lýður mun starfa þar á með þeim Gylfa Haraldssyni og Pétri Skarphéðinssyni sem þar hafa starfað síðustu áratugi. Þeir eru að minnka við sig vinnu og munu skipta einni læknisstöðu á milli sín, en tvær læknisstöður eru við heilsugæsluna í Laugarási.

 

Lýður Árnason er fæddur í Reykjavík 1962 og útskrifaðist sem stúdent úr Menntaskólanum við Sund árið 1982. Hann lauk námi frá Læknadeild HÍ 1990 og fékk réttindi sem heimilislæknir árið 1996. Eftir það starfaði Lýður mestmegnis sem læknir á Vestfjörðum og þar mest á Flateyri, en einnig í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu.

 

Eitt af aðaláhugamálum Lýðs er kvikmyndagerð og samhliða læknastarfinu hefur hann gert tvær leiknar sjónvarpsmyndir í fullri lengd ásamt nokkrum stutt- og heimildarmyndum. 

Lýður Árnason var kosinn í Stjórnlagaráð.Lýður Árnason stjórnar hér samkomu á Selfossi fyrir nokkrum árum.

 Lýður Árnason og eiginkonan Íris Sveinsdóttir.

 

Skráð af Menningar-Staður