Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.10.2014 12:00

Menningarmánuðurinn október - Bifreiðastöð Selfoss, Fossnesti og Inghóll

 

 

 Menningarmánuðurinn október

– Bifreiðastöð Selfoss, Fossnesti og Inghóll

 

Föstudagskvöldið 31.október 2014 verður tileinkað Bifreiðastöð Selfoss – Fossnesi og Inghól en þá verður síðasta menningarkvöldið í menningarmánuðinum október haldið í Hvíta húsinu á Selfossi kl. 20:30.

Kvöldið verður fjölbreytt og skemmtilegt en Jón Bjarnason verður kynnir kvöldsins og mun leiða dagskránna áfram.

Helga Einarsdóttir mun fara yfir sögu Bifreiðastöðvar Selfoss í máli og myndum með aðstoð valinkunna einstaklinga. Marteinn Sigurgeirsson sýnir viðtöl og myndefni frá bifreiðastöðinni, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson mun segja frá sínum tíma í Fossnesti og Inghól og Labbi í Mánum spilar og syngur.

Húsið opnar kl. 20:00 og það má búast við fjölmenni og því gott að mæta tímanlega.

Af www.arborg.is

Skráð af Menningar-Staður