Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.11.2014 19:38

Umsókn um styrki til menningarstarfs í Sveitarfélaginu Árborg

 

 

Umsókn um styrki til menningarstarfs í Sveitarfélaginu Árborg

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur falið íþrótta- og menningarnefnd úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarstarfs. Eftirfarandi reglur gilda um úthlutun styrkjanna.

  1. Umsækjendur geta verið einstaklingar og félagasamtök í Sveitarfélaginu Árborg sem stunda list- og menningarstarfsemi og/eða hyggjast standa fyrir menningarviðburðum í sveitarfélaginu. Heimilt er að veita aðilum utan sveitarfélagsins styrki til að standa fyrir menningar- eða listviðburðum í Sveitarfélaginu Árborg en að öðru jöfnu skulu aðilar innan sveitarfélagsins ganga fyrir styrkveitingum.
  2. Styrkir geta verið með tvennum hætti:
  1. Verkefnastyrkir sem ætlaðir eru til einstakra afmarkaðra verkefna.
  2. Starfsstyrkir sem veittir eru til reglubundinnar eða fastrar starfsemi félagasamtaka.
    1. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem fást afhent á skrifstofu Sveitarfélagsins Árborgar og eru þau einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins arborg.is

Úthlutun styrkja fyrir árið 2014 fer fram í desember nk.

Umsóknir vegna úthlutunar 2014 þurfa að berast til Braga Bjarnasonar, menningar- og frístundafulltrúa í tölvupósti ábragi@arborg.is eða á skrifstofu Sveitarfélagsins Árborgar, Ráðhúsinu, Austurvegi 2 á Selfossi, í síðasta lagi 5. desember nk. merktUMSÓKN UM MENNINGARSTYRK.

Nánari upplýsingar veitir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi í síma 480 1900 eða á netfangið bragi@arborg.is.

 Umsóknareyðublað – menningarstyrkir

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

Af: www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður