Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.11.2014 07:31

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka sunnudaginn 30. nóv. 2014

 

 

Jólabasar Kvenfélags Eyrarbakka sunnudaginn 30. nóv. 2014

 

Nú er komið að sjálfum jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka, sem á sinn fasta sess í félagsstarfi Eyrbekkinga.

Basarinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Stað sunnudaginn 30. nóvember 2014. Húsið verður opnað kl. 14:00.

Seldar verða hefðbundnar basarvörur, hannyrðir af fjölbreyttu tagi og bakstur af ýmsum sortum. Basarnefndin gefur út hefti með nýjum frásögnum Eyrbekkinga frá bernskudögum. Ný gerð af Bakkafánum og nýir margnota burðarpokar með Bakkamynd verða einnig til sölu.

Veitingasala með kaffi, gosi og vöfflum. Tombólumiðar á 100 kr. með alls konar vinningum.

Tekið við greiðslum með VISA og EURO.

 

Öllum ágóða verður varið til líknarmála.

Eigum góða stund á Stað á sunnudag og styðjum kvenfélagið til góðra verka.

 

Basarnefndin

 

Af www.eyrarbakki.is

Skráð af Menningar-Staður