Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

01.12.2014 15:41

Aðventukvöld í listasafninu í kvöld - 1. des. 2014

 

 

Aðventukvöld í listasafninu í kvöld - 1. des. 2014

 

Árlegt aðventukvöld Listasafnsins og Bókasafnsins í Hveragerði, með ritlist, tónlist og myndlist, verður haldið í listasafninu í kvöld mánudaginn 1. desember 2014 kl. 20.

Eftirtaldir rithöfundar lesa úr bókum sínum:

Guðrún Eva Mínervudóttir,

Jóhanna Kristjónsdóttir,

Ófeigur Sigurðsson og

Pétur Gunnarsson.

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir

ritstjóri bókar um ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar segir frá, en Sigurður á einnig verk á sýningunni Umrót.

Tónlistamaðurinn  Magnús Þór Sigmundsson mun einnig flytja nokkur verk og hægt verður að skoða sýningarnar tvær sem nú standa yfir, VEGFERÐ og UMRÓT.


Aðgangur er ókeypis.
 

 

Þriðjudaginn 2. desember kl. 20 verða jólatónleikar systkinanna KK og Ellenar haldnir í Listasafninu.
Aðgangseyrir kr. 2.000.-
 
Njótið með okkur og nánari upplýsingar má finna á www.listasafnarnesinga.is

 

Listasafn Árnesinga í Hveragerði.

Skráð af Menningar-Staður