Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.12.2014 20:38

Ritstjórafundur -Séð og jarmað-

 

 

Guðmundur Jón Sigurðsson, einn ritstjóra "Séð og jarmað" er hér að snæða lambakótilettur
í Múlakaffi fyrir ritstjórnafundinn. Er það vel því í dag hélt hann til Austurlanda fjær til dvalar í

tvo og hálfan mánuð og ritstarfa.

Er hann meðal annars að klára ritverk um "Líf og bílaleiki Bíla-Bergs" frá Flateyri

sem hann hefur unnið að um nokkurn tíma.

 

 

 

 

Ritstjórafundur –Séð og jarmað-

 

Í gær, á fullveldisdeginum 1. desember 2014, funduðu ritstjórar „Séð og jarmað“  þeir Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og Guðmundur Jón Sigurðsson,  Reykjavík,  í Múlakaffi í Reykjavík.  Múlakaffi er hefðbundinn fundastaður  Hrútavina í Reykjavík. Þriðji ritstjórinn er síðan Kjartan Már Hjálmarsson í Prentmeti á Selfossi og sat hann ekki þennan fund.

„Séð og jarmað“ er myndrit Hrútavinafélagsins Örvars og kom út mánaðarlega á árunum 2011 og 2012.

Nú er í vinnslu  „Ársrit  Séð og jarmað“  fyrir árin 2013 og 2014 og mum koma út í byrjun árs 2015.

Meginefni Ársritsins verður 15 ára afmælisferð Hrútavinafélagsins Örvars um Ísland í haust og annað afmælistengt efni Hrútavinafélagsins Örvars og Forystusauðnum Gorba.

Þegar Hrútavinir hittast í Múlakaffi er blásið upp félagsstarf með þeim Hrútavinum sem eru fyrir tilviljun á staðnum þegar fyrir fram ákveðnu félagsstarfi er lokið.
Í gær var Flateyringurinn Kjartan Rafnsson staddur í Múlakaffi og gerðu ritstjóarnir hann með formlegum hætti að tengdaföður Eyrarbakka vegna fjölskyldusambands sem komið er á. Mjög góð reynsja er af slíku sambandi Flateyringa og Eyrbekkinga eins og kunnugt er.

 

 

Kjartan Rafnsson t.h. er hér að meðtaka titilinn "tengdapabbi Eyrarbakka" og gleðst mjög yfir því.

 

 

Skráð af Menningar-Staður