Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.12.2014 05:58

Stokkseyringurinn Alexandra Eir kylfingur ársins hjá GOS

 


Alexandra Eir Grétarsdóttir á Stokkseyri var valin kylfingur ársins hjá Golfklúbbi Selfoss.

 

Stokkseyringurinn Alexandra Eir kylfingur ársins hjá GOS

 

Stokkseyringurinn Alexandra Eir Grétarsdóttir var valin kylfingur ársins á aðalfundi GOS sem fram fór fyrir skömmu. Alexandra er frábær íþróttamaður sem hefur náð góðum árangri og sýnt miklar framfarir á þessu ári enda gríðarlega duglega við æfingar. Alexandra er fyrst kvenna í GOS til að vera valin kylfingur ársins. Hún fékk einnig Háttvísibikar GSÍ.

Á aðalfundinum voru einnig veittar viðurkenningar fyrir framfarir og ástundun. Eftirtaldir kylfingar hafa verið duglegir að mæta á æfingar og náðu miklum framförum í sumar: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Þóranna Ýr Guðgeirsdóttir, Petra Grétarsdóttir, Sverrir Óli Bergsson og Heiðar Snær Bjarnason.

Aron Emil Gunnarsson var valinn efnilegasti unglingurinn þetta árið en Aron á framtíðina fuyrir sér eins og margir aðrir í hans flokki. Heiðrún Anna Hlynsdóttir fékk síðan viðurkenningu fyrir mesta lækkun á forgjöf hjá GOS 2014, en Heiðrún lækkaði úr 35,9 í 18,3 og geri aðrir betur.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður