Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.12.2014 23:37

8. desember 1980 - John Lennon var skotinn til bana

 

 

 8. desember 1980 -  John Lennon var skotinn til bana

 

Hinn vinsæli tónlistarmaður og friðarsinni John Lennon féll í valinn þennan dag árið 1980. Það var geðsjúkur aðdáandi, Mark David Chapman að nafni, sem skaut hann fjórum skotum í bakið fyrir utan Dakota-bygginguna í New York, þar sem Lennon og Yoko Ono kona hans bjuggu. Þau voru að koma úr hljóðveri þar sem þau höfðu varið nokkrum klukkutímum í upptökur á nýju lagi Ono. Lennon hafði gefið Chapman eiginhandaráritun sama dag.

Eftir árásina lagði Chapman frá sér byssuna og settist á gangstéttina þar sem lögregla handtók hann. Lennon var fluttur á Roosevelt-sjúkrahúsið, en sökum mikils blóðmissis lést hann á leiðinni þangað. Strax og fréttinni af láti hans var útvarpað safnaðist fólk saman fyrir utan heimili hans, baðst fyrir, söng lög hans og kveikti á kertum.

Fréttablaðið mánudagurinn 8. desember 2014

Skráða f Menningar-Staður