Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.12.2014 07:47

Fundur um náttúrupassa í Tryggvaskála - í dag 11. des. 2014

 

alt

Ragnheiður Elín Árnadóttir.

 

Fundur um náttúrupassa í Tryggvaskála - í kvöld 11. des. 2014

 

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur boðað til opins fundar um frumvarp til laga um náttúrupassa í dag,  fimmtudaginn 11. desember kl. 17:00 í Tryggvaskála á Selfossi.

Á fundinum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum.

Fundarstjóri verður Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu.

 

Allir áhugasamir hvattir til að mæta. .

 

Skráð af Menningar-Staður