Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.12.2014 07:24

Höfundar lesa upp á Selfossi í kvöld - 18. des. 2014

 

 

 

Höfundar lesa upp á Selfossi í kvöld - 18. des. 2014

 

 

Komið er að síðasta upplestrinum fyrir jólin í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi og lesa þar upp ásamt fleirum rithöfundarnir Guðbergur Bergsson og Guðrún Eva Mínervudóttir.

Upplestur hefst klukkan 20:30 í kvöld en mælt er með því að fólk mæti öllu fyrr, eða um klukkan 20 til að tryggja sér sæti.

Boðið verður upp á heitt kakó og spjall við höfundana að lestri loknum. Auk þess geta áhugasamir fengið bækur höfundanna áritaðar.

Þeir höfundar sem lesa upp eru í stafrófsröð þau Bjarni Bernharður Bjarnason, Björn Rúriksson, Guðbergur Bergsson, Guðni Ágústsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Jón Pálsson, Kristian Guttesen, Magnús Halldórsson og Valgarður Egilsson.

Upplestrarkvöldin í Sunnlenska bókakaffinu hafa notið mikilla vinsælda og er aðgangur ókeypis. 

Skráð af Menningar-Staður