Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.12.2014 06:44

Svæðið við Kríuna deiliskipulagt

 

Krían. Ljósm.: sunnlenska.is/Björn Ingi Bjarnason.

 

Svæðið við Kríuna deiliskipulagt

 

„Sveitarfélagið fékk styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamálastaða til að gera deiliskipulag af svæðinu við Kríuna, ætlunin er með ti´ð og tiíma að gera svæðið aðgengilegt þannig að þar verði til áningarstaður fyrir ferðamenn og þá sem vilja skoða sig um á þessu skemmtilega svæði.

Liður í því er að gera bílastæði og göngusti´g og svæði fyrir áningarborð og bekki,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

Samþykkt hefur verið að deiliskipuleggja svæðið hjá Kríunni, á gatnamótum Gaulverjabæjar- og Eyrarbakkavegar, en engar athugasemdir komu þegar óskað var eftir slíku í auglýsingu um skipulagið.

 

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Mennningar-Staður