Egill Blöndal og Guðmunda Óladóttir voru valin íþróttafólk ársins í fyrra.
Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Uppskeruhátíð Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar
þriðjudaginn 30. des. 2014
íþróttakarl og kona Árborgar heiðruð
Í dag, þriðjudaginn 30. des 2014 kl. 20:00 verður hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Þar verða afhentir styrkir úr Afreks-og styrktarsjóði Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Umf. Selfoss, íþf. Suðra, íþf. Fsu og Golklúbbs Selfoss, Hvatningaverðlaun veitt, afhentir styrkir fyrir afburðaárangur og tilkynnt kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2014.
Anton Guðjóns og Gunnar Guðni spila og syngja fyrir gesti.
Allir velkomnir en boðið er upp á kaffiveitingar að lokinni athöfn.
Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is