Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.01.2015 11:43

Bjarni Harðarson og Menningarráð Hrútavinafélagsins

 

 

Frá Menningarráðsfundi í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi þann 8. jan 2015.
F.v.: Siggeir Ingólfsson, Bjarni Harðarson og Kristján Runólfsson.

 

Bjarni Harðarson og Menningarráð Hrútavinafélagsins

 

Bjarni Harðarson skrifar á Facebook-síðu sinni:

Sjáiði hvað við hrútavinir í Flóanum erum orðnir mikið alþjóðlegir og framúrstefnumenn.

Hér tjáum við okkur alfarið með handapati og táknmáli en opnuðum munninn einasta í hljóðlausum varatáknum - frá vinstri taliðSiggeir IngólfssonBjarni Harðarson og Kristján Runólfsson.

Þegar samskipti eru svona hljóðlaus gerir líka minna til þó að allir tali í einu eins og hér á sér greinilega stað.

 

Kristján Runólfsson bætti við vísu vegna þessa:

Orðin sýnast einskins verð,
enginn stendur þó á gati,

allir skilja annars gerð,
allt er tjáð með handapati.

 

 

Skráð af Menningar-Staður