Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.01.2015 13:47

Fundað með Guðföður í Brattsholti

 


Bjarkar Snorrason í Brattsholti - Guðfaðir Hrútavinafélagsins Örvars.
 

 

 

Fundað með Guðföður í Brattsholti

 

Ársfundur Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi með Guðföður félagsins, Bjarkari Snorrasyni,  var haldinn þriðjudaginn 13. janúar 2015 í Brattsholti í Stokkseyrarhreppi  hinum forna.

Eins og frægt er varð Hrútavinafélagið Örvar til á Hrútasýningu í fjárhúsinu á Tóftum hjá Bjarkari Snorrasyni og fleiri bændum af Suðurlandi haustið 1999.

Farið var yfir síðasta ár -2014- sem var veglegt 15 ára afmælisár Hrútavinafélagsins með hápunkti í Hringferð félagsins um Ísland. Þá var hort til framtíðar og bullandi stefnumótun í gangi varðandi árið  -2015-

Bjarkar Snorrason fékk bætiefni fyrir fundinn; bæði í andlegu fóðri og viðeigandi vökva. Þetta var bókin „Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu“ og límonaði og lofaði Bjarkar hvorutveggja.


 

Fært til myndar og mæru:
 

Bjarkar nú við betri hag

bætiefnin laga.

Bók að vestan brus í lag

blessa slíka daga.

 


.

 


Guðrún Jóna Borgarsdóttir á Tóftum og Bjarkar Snorrason í Brattsholti.

 

 

Skráð af Menningar-Staður