Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.01.2015 22:25

Karlrembubrauð til mótvægis við konurnar

 

Anna Gunnarsdóttir á Eyrarbakka með Karlrembubrauð sem fæst hjá Almari bakara.

 

Karlrembubrauð til mótvægis við konurnar

 

Karlrembubrauð er heiti á brauði sem hægt er að fá hjá Almari bakara. Brauðið kemur frá Hverabakaríi sem Almar keypti um áramótin.

„Hugmyndin varð til hjá Sigurjóni bakara þegar til hans komu nokkrir hlauparar þegar Kvennahlaupið var og vildu fá eitthvað mótvægi við konurnar. Þá kom karlinn með karlrembubrauð.“

Almar segir að brauðið hafi ekkert átti að vera inn hjá honum, en það kom bara og sló í gegn. „Það eru margir sem hlægja þegar nafnið á brauðinu er sagt við þá. Það er mjög skemmtilegt. Það má nota brauðin fyrir karlrembur nú eða gegn karlrembu, eftir því hvort heldur fólk vill,“ segir Almar.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður