Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.01.2015 21:17

Eyþór Arnalds formaður Þjóðleikhúsráðs

 


Eyþór Arnalds.

Eyþór Arnalds formaður Þjóðleikhúsráðs

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað Eyþór Arnalds  formann Þjóðleikhússráðs frá og með 1. febrúar næstkomandi.

 

Eyþór tekur við af Magnúsi Ragnarssyni sem óskaði eftir því að láta af störfum eftir skamma veru í embætti. Varð Illugi við beiðni Magnúsar þann 5. janúar en Magnús gat ekki sinnt formennskunni vegna anna í starfi hjá Símanum.

Eyþór Arnalds var í tvö kjörtímabil oddviti sjálfstæðismanna í Árborg.

Þjóðleikhúsráð verður þannig skipað:
Eyþór Laxdal Arnalds, formaður, skipaður án tilnefningar,
Herdís Þórðardóttir varaformaður, skipuð án tilnefningar,
Ragnar Kjartansson, skipaður án tilnefningar,
Randver Þorláksson, tilnefndur af Félagi íslenskra leikara,
Agnar Jón Egilsson, tilnefndur af Félagi leikstjóra á Íslandi.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður