Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

31.01.2015 08:40

Árborg úr leik í Útsvarinu

 

Ragnheiður, Gísli Þór og Hrafnkell á skjánum í kvöld. Ljósmynd/RÚV

 

Árborg úr leik í Útsvarinu

 

Lið Árborgar tapaði fyrir liði Fljótsdalshéraðs í sextán liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvari í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Keppnin var jöfn framan af en Héraðsbúar náðu góðri forystu um miðbik keppninnar og héldu henni til allt til loka. Lokatölur urðu 93-53.

Lið Árborgar skipa þau Ragnheiður Inga Sigurgeirsdóttir, Hrafnkell Guðnason og Gísli Þór Axelsson.
 

Af www.sunnlenska.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður