Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.02.2015 22:22

Eyrbekkingur leikskólastjóri Krakkaborg

 

Sigriður Birna Birgisdóttir

  Sigríður Birna

   Birgisdóttir.

 

Eyrbekkingur leikskólastjóri Krakkaborg

 

Alls sóttu sjö umsækjendur um starf leikskólastjóra við leikskólann Krakkaborg sem nú hefur tekið til starfa í nýju húsnæði.

Formaður fræðslunefndar, leikskólafulltrúi Skólaþjónustu Árnesþings, oddviti Flóahrepps og sveitarstjóri fjölluðu um umsóknirnar.

Einróma var samþykkt að ráða Eyrbekkinginn Sigríði Birnu Birgisdóttur,  sem býr á Stokkseyri,  í starfið.

Hún er starfandi leikskólastjóri í dag og er með framhaldsmenntun í stjórnunarfræðum.

Hallfríður Aðalsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri mun gegna starfi leikskólastjóra frá og með 1. mars þar til Sigríður Birna kemur til starfa.

 

Skráð af Menningar-Staður