Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.02.2015 21:51

Þjónustusamningur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Litla Hrauns og Sogns

 

F.v.: Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns og Sogns við undirritun samningsins.

 

Þjónustusamningur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands,

Litla Hrauns og Sogns

 

Í dag, þriðjudaginn 3. febrúar 2015, var undirritaður þjónustusamningur milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Litla Hrauns og Sogns um trúnaðarlæknis- og heilbrigðisþjónustu gagnvart heilsuvernd starfsmanna Litla Hrauns og Sogns og aðgengi þeirra að heilbrigðisstarfsmönnum HSU.

Samkvæmt samningnum mun heilbrigðisstarfsfólk HSU annast skráningar fjarvista og halda utan um heilsufarsupplýsingar.

Markmiðið er að auka starfsánægju, stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna og minnka líkur á atvinnutengdum óþægindum, sjúkdómum eða slysum. Einnig er boðið uppá árlega heilsufarsskoðun, þar sem mældur verður blóðþrýstingur, kólesteról, blóðsykur, hæð, þyngd  og líkamsþyngdarstuðull reiknaður. Auk þess verður starfsmönnum boðið upp á inflúensubólusetningu sem og aðrar bólusetningar eftir atvikum, fræðslu um slysavarnir, svefnvandamál, hreyfingu, næringu og heilbrigði.

Rúmlega 60 starfsmenn starfa á Litla Hrauni og Sogni.

 

Af www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður