Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.02.2015 08:23

And­lát: Önund­ur Ásgeirs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri

 

Önundur Ásgeirsson.

Önundur Ásgeirsson.

 

And­lát: Önund­ur Ásgeirs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri

 

Önund­ur Ásgeirs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri, andaðist á Hjúkr­un­ar­heim­il­inu Eir 2. fe­brú­ar síðastliðinn, á 95. ald­ursári.

Önund­ur fædd­ist 14. ág­úst 1920 á Sól­bakka við Flat­eyri í Önund­arf­irði. Hann var son­ur hjón­anna Ásgeirs Torfa­son­ar, skip­stjóra og síðar verk­smiðju­stjóra á Sól­bakka, og Ragn­heiðar Ei­ríks­dótt­ur, hús­móður.

Önund­ur lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1940, prófi í viðskipta­fræði (cand. oecon.) frá Há­skóla Íslands (HÍ) 1944 og prófi í lög­fræði (cand. jur­is) frá H.Í. 1947.

Hann var full­trúi for­stjóra Olíu­versl­un­ar Íslands, Olís, frá því í júní 1947 þar til í júní 1966 og tók þá við sem for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. Önund­ur gegndi því starfi þar til í júní 1981. Hann var í stjórn Versl­un­ar­ráðs Íslands frá 1965 til 1982.

Eft­ir að Önund­ur hætti hjá Olís var hann stjórn­ar­formaður Alp­an á Eyr­ar­bakka um ára­bil og voru það síðustu af­skipti hans af viðskipta­líf­inu.

Önund­ur skrifaði Um olíu­verzl­un á Íslandi (útg. Olíu­verzl­un Íslands 1972) og fjölda greina í Morg­un­blaðið og fleiri blöð, m.a. um kvóta­kerfið og snjóflóðavarn­ir í Önund­arf­irði. Hann var virk­ur fé­lagi í Frí­múr­ar­a­regl­unni og áhugamaður um nor­ræna goðafræði.

Önund­ur kvænt­ist Evu Ragn­ars­dótt­ur, f. 1922, stúd­ent frá M.A. 1943, þann 21. júlí 1946. Hún lif­ir mann sinn. Þau eignuðust fjög­ur börn; Gretu, f. 1948, Ásgeir, f. 1950, Ragn­ar, f. 1952 og Pál Torfa, f. 1955.


Alpan á Eyrarbakka.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 4. febrúrar 2015Skráð af Menningar-Staður