Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.02.2015 10:39

Varaaflið fært í jörð og línur hverfa

 

Starfsmenn RARIK ásamt verktaka frá Tækjum og tólum að taka niður rafmagnsstaura við Eyrarabakka á dögunum.
Ljósm.: sunnlenska.is/Björn Ingi

 

Varaaflið fært í jörð og línur hverfa
 

Starfsmenn RARIK eru þessa dagana að taka niður rafmagnsstaura og rafmagnslínur við suðurströndina, og voru við Eyrarbakka á dögunum.

Um er að ræða varaflsstreng sem búið er að taka úr notkun, en ráðgert er að Landsnet leggi nýjan slíkan streng frá Selfossi til Þorlákshafnar á þessu a´ri. Þannig verður rafmagnsöryggi fullnægt með hringtengingu.

Þær línur sem verið er að taka niður nú hafa verið varalínur frá því lagður var strengur frá Hveragerði til Þorlákshafnar. Því verður allt neðan jarðar nema frá Hafinu bláa við Ölfusárása að Þorlákshöfn.

Um er að ræða mikla breytingu á ásýnd svæðisins, ekki síst við Eyrarbakka og listaverkið Kríuna, eftir að línan hverfur. 

Af www.sunnlenska.is


.

 

 

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður