Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.02.2015 16:52

-Séð og jarmað- Ársrit 2013 - komið út

 

 

Ritnefndin f.v: Kristján Runólfsson, Siggeir Ingólfsson, Bjarkar Snorrason og Þórður Guðmundsson.


 

–Séð og jarmað-  Ársrit 2013 -  komið út

 

Ný myndrit sem Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi hefur gefið út frá árinu 2011 undir heitinu –Séð og jarmað- -Íslendingaþættitr alþýðunnar-  þekkja flestir.

Í dag,  5. febrúar 2015, var á Selfossi  fagnað útkomu -Séð og jarmað-  Ársrit 2013. Ritnefndin ásamt tveimur af þremur ritstjórunum tóku á móti ritunu í Prentmeti  á Selfossi . Strax varð biðröð að skoða ritið sem aðeins er í einu plöstuðu eintaki og mun verða staðsett í Alþýðuhúsinu í  Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Frá Prentmeti  var haldið í Sunnlenska bókakaffið og drukkið menningarkakó í tilefni útgáfudagsins.

Í Ársritinu 2013, sem er í stóru broti A-3,  eru 306 myndir  sem eru smá brot úr myndasafni  frá félags- og mannlífi Hrútavina á árinu 2013.

Hrútavinafélagið Örvar á Suðutrlandi er -Félags- og menningarlegt  SAMBAND- Sunnlendinga og aðfluttra Vestfirðinga- og má sjá mörg dæmi þess í Ársritinu 2013.

Ritstjórar Séð og ramað eru: Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka, Kjartan Már Hjálmarsson á Selfossi og Guðmundur Jón Sigurðsson í Reykjavík.

Í ritnefnd Séð og jarmað eru: Bjarkar Snorrason í Brattsholti á Stokkseyri, Þórður Guðmundsson að Hólmi á Stokkseyri, Siggeir Ingólfsson í Ásheimum á Eyrarbakka og Kristján Runólfsson í Hveragerði.

Myndalbúm frá útgáfudeginum eru komnar hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/269493/

 

Nokkrar myndir:

F.v.: Þórður GUðmundsson, Kristján Runólfsson, Hjörtur Þ'orarinsson, Siggeir Ingólfsson, Valdimar Bragason og Bjarkar Snorrason.

F.v.: Kristján Runólfsson, Kjartan Már Hjálmarsson, Siggeir Ingólfsson, Bjarkar Snorrason, Örn Grétarsson, Björn Ingi Bjarnason og Þórður Guðmundsson.

.

.

.Bjarkar Snorrason.

.F.v.: Bjarkar Snorrason, Þórður Guðmundsson, Krsitján Runólfsson, Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.

.

.Bjarni Harðarson.

.

Skráð af Menningar-Staður