Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.02.2015 07:16

Gunnar Granz sýnir í Listagjánni

 

Selfossbæirnir, ein mynda Gunnars Gra¨nz.

Gunnar Granz sýnir í Listagjánni

 

Gunnar Granz hefur opnað sýningu á verkum sínum í kjallara bókasafnsins á Selfossi, Listagjánni.

Sýningin er saga alþýðulistamanns er málar sér til ánægju og lífsgleði er finnst í formi lita á lífsleiðinni.

Gunnar er fæddur í Vestmannaeyjum 1932 en flutti á Selfoss árið 1942 og hefur búið þar og starfað alla tíð síðan. Gunnar hefur haldið fjölda sýninga, bæði einn og með öðrum.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins og eru allir velkomnir.
 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður