Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.06.2015 15:56

Kjartan Már Hjálmarsson, ritstjóri - Séð og jarmað- er 55 ára í dag - 2. júní 2015

 

Kjartan Már Hjálmarsson.

 

Kjartan Már Hjálmarsson,

ritstjóri - Séð og jarmað- er 55 ára í dag - 2. júní 2015

 

Nokkur viðbúnaður var á Selfossi upp úr hádegi í dag,  þriðjudaginn 2. júní 2015, vegna 55 ára afmælis Kjartans Más Hjálmarssonar,  grafísks hönnuðar í Prentmeði og annars ritstjóra  -Séð og jarmað- sem er Myndrit Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.Örn Guðnason  þreif og púsaði gluggana á starfstöðinni í Prentmeti við Eyraveginn.

 

Forseti Hrútavinafélagsins Örvars , Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og  Kristján Runólfsson í Hveragerði,  höfuðskáld Hrútavina,   komu saman í Sunnlenska bókakaffini til örfundar um vísnagerð.

Þá var haldið í Prentmet og afmælsbarninu 55 ára færður geisladiskur með Hljómsveitinni Æfingu sem er höfuðhljómsveit Hrútavinafélagsins Örvars.


 

Síðan voru fluttar vísur:

Forsetavísa: - BIB


Séð og jarmað sómarit

sýnist hvergi betra.
Félagseign og frábært vit
fimm og fimmtíu vetra.


Höfuðskáldsvísa: - Kristján Runólfsson.

Ásýnd þín er ekki dimm
þó ellin við þér blaki.

Nú eru árin fimmtíu og fimm
flogin þér að baki.


Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/272471/

 

Nokkrar myndir hér:

Örn Grétarsson prentsmiðjustjóri .

 

Kristján Runólfsson,skáld.

 

F.v.: Valdimar Bragason, Steingerður Katla Harðardóttir , Kjartan Már Hjálmarsson, Ari Jónsson, Kristján Runólfsson og Hallgrímur Óskarsson.

 

F.v.: Kjartan Már Hjálmarsson, Ari Jónsson og Kristján Runólfsson.

 

.F.v.: Örn Guðnason, Kristján Már Hjálmarsson, Örn Grétarsson og Kristján Runólfsson.

 

Skráð af Menningar-Staður