Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

19.12.2015 20:18

Veirurnar í Orgelsmiðjunni í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri 19. des. 2015

 

 

Veirurnar í Orgelsmiðjunni í

Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri 19. des. 2015

 

Sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur fluttu jóladagskrá sína í dag, laugardaginn 19. desember 2015, í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri, bryggjumegin.

 

Aðgangur var ókeypis, en frjáls framlög voru vel þegin. Veirurnar eru mjög góður kór og var gríðarlega vel tekið af hinum fjölmörgu tónleikagestum í dag í Orgelsmiðjunni.

 

Saga Veiranna er um margt ólík sögu annarra kóra. Lengi framan af var hann stjórnandalaus, æfði ákaflega stopult og hélt ekki tónleika. Kórinn á sér engu að síður 25 ára farsæla sögu og meira en helmingur kórfélaga hefur verið með frá upphafi. Til gamans má geta þess að flestir kórfélagarnir eru í öðrum kórum s.s. Óperukórnum, Dómkórnum, Karlakór Rangæinga, Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss, Kirkjukór Kálfholtskirkju, Kirkjukór Miðdalskirkju og Kirkjukór Vídalínskirkju. Veirurnar hafa gefið út tvo geisladiska Stemning og Jólastemning sem verða til sölu fyrir og eftir tónleikana.

 

Margrét S. Stefánsdóttir

Stjórnandi Sönghópsins Veiranna hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Skagafjarðar og síðan lá leiðin í Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún stundaði nám hjá Rut Magnússon, Sieglinde Kahmann og Alinu Dubik og hefur lokið einsöngvara – og söngkennaraprófi. Margrét var einnig í píanónámi hjá Jónasi Ingimundarsyni. Margrét hefur víða komið fram sem einsöngvari og stjórnar Söngsveit Hveragerðis. Hún starfar jafnframt sem söng – og píanókennari við Tónlistarskóla Árnesinga.

Menningar-Staður var á tónleikunum í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnmason og Halldór Páll Kjartansson.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/276273/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 


Skráð af Menningar-Staður.