Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.01.2016 06:40

Hljómsveitin ÆFING 47 ára

 

 

 

Hljómsveitin ÆFING 47 ára

 

Æfing er mannlífs- og menningarlegt samafl Vestfirðinga og Sunnlendinga.

Hljómsveitarstjóri og gítarleikari er Árni Benediktsson, verslunarstjóri í Húsasmiðjunni á Selfossi. Bassaleikari er Ásbjörn Björgvinsson, formaður ferðamálasamtaka Íslands og framkvæmdastjóri Eldfjallasetursins sem mun rísa á Hvolsvelli. Gítarleikari er Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra og Siggi Björns er gítarleikari og aðal lagasmiðiur Æfingar. Siggi hefur margsinnis spilað á Suðurlandi síðustu árin og í aldarþriðjung starfað við tónlist erlendis.

 

Þá liggur í Æfingu upphaf Hrútavinafélagsins Örvars sem hefur farið mikinn í sunnlensku menningarlífi undanfarin ár.

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.

 

Þetta er upphaf afmælisgreinar um Hljómsveitina ÆFINGU sem er miðopnunni í nýjasta tölublaði Suðra héraðsfréttablaðs á Suðurlandi og kemur út í dag, fimmtudaginn 14. janúar 2016.

Blaðið í heild sinni má sjá á þessari slóð:

http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2016/01/Sudri-01-2016-1401.pdf


 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður