Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.02.2016 12:00

14 ára stúlku frá Eyrarbakka hent út úr strætó á þjóðvegi

 

Mæðgurnar Sædís og Agnes Halla. Agnes var á leið til ...

Mæðgurn­ar Sæ­dís og Agnes Halla. Agnes var á leið til Sel­foss frá Eyr­ar­bakka í gær­kvöldi þegar vagn­stjór­inn bað hana að yf­ir­gefa vagn­inn á miðjum þjóðvegi vegna fifla­láta. Agnes var hins veg­ar færa sig milli sæta til að vera nær vin­um sín­um. Sama hver ástæðan er seg­ir móðir Agnes­ar að aldrei eigi að henda farþegum út úr strætó á miðri leið. 

Ljós­mynd/?Af Face­book síðu Sæ­dís­ar Óskar

 

14 ára stúlku frá Eyrarbakka hent út úr strætó á þjóðvegi

 

Agnes Halla Eggerts­dótt­ir, 14 ára nem­andi við grunn­skól­ann á Eyr­ar­bakka var á leiðinni með strætó milli Eyr­ar­bakka og Sel­foss um sjöleytið í gær­kvöldi þegar strætóbíl­stjór­inn stöðvaði vagn­inn og krafðist þess að hún myndi yf­ir­gefa vagn­inn sök­um fífla­láta.

„Ég fæ sím­tal frá dótt­ur minni sem er þá úti á miðjum vegi í myrkri, þoku og hálku. Henni hafði verið hent út fyr­ir að standa upp og labba á milli sæta,“ seg­ir Sæ­dís Ósk Harðardótt­ir, móðir Agnes­ar Höllu.

Sæ­dís bað dótt­ur sína um að lýsa at­vik­inu nán­ar fyr­ir sér og var furðu lost­in á viðbrögðum vagn­stjór­ans. Sæ­dís tjáði sig um málið á Face­book og sagði meðal ann­ars:

„Mér finnst það grafal­var­legt að henda 14 ára barni út úr strætó á miðjum þjóðvegi. Sama hver ástæðan er þá er það al­gjör­lega ólíðandi. Séu krakk­ar með læti í vagn­in­um á að tala við þau á áfangastað, jafn­vel banna þeim að koma með ein­hverj­ar ferðir, hafa sam­band heim og ef þau láta eng­an veg­inn segj­ast þá bara hringja eft­ir aðstoð en ekki reka börn út á þjóðveg­inn hvort sem er í myrkri, þoku, hálku og snjó eða bara um há­bjart­an dag.“

Agnesi Höllu var mjög brugðið og var orðið ansi kalt þegar faðir henn­ar sótti hana. „Hún var mjög sjokk­eruð og fékk hálf­gert kvíðak­ast,“ seg­ir Sæ­dís, sem hafði strax sam­band við Strætó og ræddi við þjón­ustu­full­trúa sem síðan hafði sam­band við vagn­stjór­ann.

„Kon­an í þjón­ustu­ver­inu sagði mér að kvöldið áður hefði verið stelpa í strætó sem hefði ekki látið segj­ast og flakkað um í vagn­in­um og bíl­stjór­inn hafi talið að um dótt­ur mína væri að ræða. Hún var hins veg­ar ekki í vagn­in­um á þriðju­dags­kvöldið. Þetta finnst mér líka al­var­legt, ef dótt­ir mín er ekki eina barnið sem hann er að henda út úr vagn­in­um á þjóðvegi,“ seg­ir Sæ­dís.

 

„Al­gjört dómgreind­ar­leysi“

Jó­hann­es Svavar Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, sagði í sam­tal við mbl.is að vagn­stjóri Strætó hefði sýnt al­gjört dómgreind­ar­leysi með gjörðum sín­um í gær­kvöldi.

„Það er í verklagi okk­ar að það á aldrei að vísa farþegum út á víðavangi á lands­byggðinni. Bíl­stjór­ar eiga að hafa það á hreinu að þeir eiga að keyra farþega til síns ákvörðun­arstaðar og reyna þá að út­kljá málið þar ef þörf er á.“

Jó­hann­es gat ekki tjáð sig um framtíð vagn­stjór­ans hjá Strætó, en hann staðfesti að farið verður yfir at­vikið og verklag Strætó verði írekað við starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins.

„Ég skil vel að stúlk­an hafi verið ósátt við þessa fram­komu. Ég sendi móður­inni tölvu­póst og baðst af­sök­un­ar á fram­kom­unni sem er ekki í sam­ræmi við okk­ar verklag,“ seg­ir Jó­hann­es.

Sæ­dís seg­ir að mik­il­vægt sé að vekja at­hygli á at­vik­inu þar sem hún þekki fleiri dæmi þar for­eldr­ar og börn hafi átt í sam­skipta­erfiðleik­um með vagn­stjóra sem aka á milli Eyr­ar­bakka og Sel­foss.

„Þetta er lítið sam­fé­lag, hér eru mörg börn sem sækja íþrótt­ir og tóm­stund­astarf á Sel­foss og því er mik­il­vægt að sam­göng­ur eins og Strætó séu í góðu lagi og að sam­skipt­in milli vang­stjóra og farþega séu í lagi.“

 

Stöðufærsla Sæ­dís­ar í heild sinni: 

Sædís Ósk Harðardóttir

Það er ekki oft sem ég reiðist eða æsi mig, en í kvöld gerðist atvik sem gerði það að verkum að ég varð mjög reið.

Dóttir mín var í strætisvagni áðan ásamt vinum sínum og voru þau að fara á Selfoss. Hún hringir síðan í mig hágrátandi, þá hefur henni verið hent út úr strætó á miðjum þjóðvegi. það var myrkur, hálka, snjór og þoka. Ástæðan var sú að hún hafi staðið upp og fært sig á milli sæta. Stoppar hann þá vagninn og rekur hana út, hún hafði ekki þor til að mótmæla honum og gekk bara út.

Mér finnst það grafalvarlegt að henda 14 ára barni út úr strætó á miðjum þjóðvegi. Sama hver ástæðan er þá er það algjörlega ólíðandi. Séu krakkar með læti í vagninum á að tala við þau á áfangastað, jafnvel banna þeim að koma með einhverjar ferðir, hafa samband heim og ef þau láta engan veginn segjast þá bara hringja eftir aðstoð en ekki rekar börn út á þjóðveginn hvort sem er í myrkri, þoku, hálku og snjó eða bara um hábjartan dag.

Ég hafði samband við strætó og lét vita af þessu atviki. Talaði þar við konu í þjónustuveri, hún sagði þá að það hefði verið stelpa í strætó kvöldinu áður sem hefði ekki látið segjast og flakkað um í vagninum og bílstjórinn taldi að um sömu stelpu væri að ræða. Það var hins vegar ekki hún þar sem við vorum saman hér heima í gær. Þetta finnst mér lika alvarlegt, segjum að þetta hafi verið hún þá á ekki að henda börnum út úr vagninum á þjóðvegi.
Hún hefði getað verið símalaus og ekki náð að hringja eftir aðstoð.
Ég vona að svona gerist ekki aftur með börn sem fara hér á milli staða með strætó. þau eiga að geta verið örugg um að komast á milli staða.

af www.mbl.is

 

Skráð af Menningar-Staður