Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.03.2016 20:00

Elfar Guðni og Valgerður Þóra opnuðu sýningar í Svartakletti á Stokkseyri

 

 

Elfar Guðni Þórðarson.

 

Elfar Guðni og Valgerður Þóra opnuðu sýningar

í Svartakletti á Stokkseyri - 26. mars 2016

 

Feðginin, Elfar Guðni Þórðarson og Valgerður Þóra Elfarsdóttir, opnuðu sýningar í  Svartaklett í Menningarverstöðinni Hólmaröst að Hafnargötu 9 á Stokkseyri, í dag laugardaginn 26. mars 2016.

 

Á sýningunni eru vatnslitamyndir frá Elfari af fjöllum, klettum við sjó, jöklum, þorpum og blómum. Flestar eru myndirnar málaðar árið 2004, nokkrar eru eldri, málaðar í kringum 1978. Einnig eru olíumyndir sem flestar eru nýlegar, brim, veður, bátar og hús í fjarska ræður þar ríkjum.

 

Valgerður Þóra sýnir mosaic og myndir á rekavið með blandaðri tækni.

 

Opið verður um helgar frá kl. 14 til 18 og í annan tíma eftir samkomulagi.

 

Sýningarlok eru óákveðin en þegar líður á sýningartímann og kemur fram í maí n.k. verður þess minnst með  viðeigandi samkomuhaldi að nú eru 15 ár frá listalegu landnámi Elfars Guðna í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri með opnun  vinnustofu og sýningarsal hans í Svartakletti árið 2001.

Víst er að í Svartakletti er eitt mikilvægasta lista- og menningarsetur á Suðurlandi.

 

Menninga-Staður leit við í Svatakletti í Menningarvertöðinni Hólmaröst við lok fyrsta sýningardagsins og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277836/Nokkrar myndir hér:

F.v.: Þórir Þórðarson. Elfar Guðni Þórðarson og Auðbjörg Guðmundsdóttir.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

F.v.: Anna Rut Hilmarsdóttir, Elfar Guðni Þórðarson og Valgerður Þóra Elfarsdóttir.
.
 

.

 Fjölskyldustemmning í Svartakletti.
.

.

.

 

.

Skráð af Menningar-Staður