Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.03.2016 12:54

Menningar-Staður í -morgunandakt- upp við Ölfusá

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ingvar Jónsson við Ráðhús Árborgar á Selfossi. Ljósm.: BIB

 

Menningar-Staður í  -morgunandakt- upp  við Ölfusá

 

Vinir alþýðunnar hittust samkvæmt venju í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka í morgun, miðvikudaginn 30. mars 2016.

Meðal gesta var Ingvar Jónsson frá Selfossi.

Í lok fundar á Eyrarbakka bauð hann Siggeiri Ingólfssyni og Birni Inga Bjarnasyni upp að Ölfusá í „morgunadakt“ en það er samkoma virðulegra eldri karla í lesstofu Bókasafnsins í Ráðhúsi Árborgar við Austurveg. Þessar samkomur eru fastur liður í mannlífinu þar efra  og hefjsast kl. 10.

Gestum Strandarinnar var mjög vel tekið og í hópinn þaðan bættist Þórður Guðmundsson frá Stokkseyri.

Flest vandamál alheimsins, sem og staðbundin, voru rædd þarna og gerðar tillögur til betri vegar í mörgum þeirra.

Menningar-Staður færði til myndar:
Myndalbúm komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/277890/Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

F.v.: Tómas Jónsson, Hilmar Þór Björnsson, Hörður Hansson, Ingvar Jónsson, Siggeir Ingólfsson,

Þórður Guðmundsson, Garðar Einarsson, Gunnar Einarsson og Ólafur Hákon Guðmundsson.

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


Skráð af Menningar-Staður