Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.04.2016 09:48

Helgafellskirkja

 

 

 

Helgafellskirkja

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var á dögunum á Snæfellsnesi.

Kirkjan að Helgafelli var m.a mynduð.


Helgafellskirkja

Að Helgafelli hefur verið kirkja frá árinu 1000 þegar kristni var lögtekin á Alþingi og er Helgafell með elstu kirkjustöðum á landinu. Snorri goði lét reisa fyrsta guðshúsið á Helgafelli og síðan þá hafa staðið þar margar kirkjur á 1000 ára tímabili. Á Helgafelli er Guðrún Ósvífursdóttir jörðuð, en hún bjó þar eftir að þau Snorri goði skiptu á bústöðum.

Núverandi kirkja var byggð 1903 og var vígð 1. janúar 1904. Hún var byggð á sama grunni og sú eldri stóð á. Smiður var Sveinn Jónsson, snikkari í Stykkishólmi. Kirkjan er úr timbri, járnvarin og tekur um 80 manns í sæti. Kostnaður við bygginguna fyrir 100 árum var 4.420 kr. og 12 aurar

Helgafellskirkja á ýmsa góða gripi, meðal annars ljósakrónu frá 1756, kertastjaka frá 1699 og litla kirkjuklukku frá 1545 eða þegar Jón Arason var enn biskup í katólskum sið.

Hermann Pálsson skrifaði sögu Helgafells, Helgafell, saga höfuðbóls og klausturs.


Helgafellskirkja er í Stykkishólmsprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi.

 


.

 
Skráð af Menningar-Staður