Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.04.2016 21:37

Ný stjórn kosin á aðalfundi Ferðafélags Árnesinga

 

 

Ný stjórn kosin á aðalfundi Ferðafélags Árnesinga

 

Aðalfundur ferðafélags Árnesinga var haldinn miðvikudaginn 13. apríl 2016. 

Þar var ný stjórn kosin en hana skipa Daði Garðarsson formaður og meðstjórnendur Sævar Gunnarsson, Bergur Guðmundsson, Jón G. Bergsson og Sigrún Helga Valdimarsdóttir. Til vara eru Sigrún Jónsdóttir og Kristbjörg Bjarnadóttir. Skoðunarmenn er Svanur Bjarnason og til vara Halldór Ingi Guðmundsson. Skjalvörður félagsins er Þorsteinn Tryggvi Másson.

Ný ferðanefnd var kosin og gönguræktin var sameinuð henni. Nefndina skipa Ólafur Auðunsson, Hulda Svandís Hjaltadóttir, Páll Tryggvason, Sigrún Jónsdóttir, Jón G Bergsson, Björg Halldórsdóttir, Aðalsteinn Geirsson og Magnús Baldursson,

Í félaginu hafa margir lagt hönd á plóg með miklu og óeigingjörnu starfi í gegnum tíðina og ekki síst fráfarandi formaður Jón G. Bergsson. Honum voru á fundinum færðar bestur þakkir fyrir góð störf síðastliðin sjö ár eða frá stofnun félagsins. Félagið átti 7 ára afmæli 12. mars sl. Einnig var öllum öðrum sem starfað hafa fyrir félagi þakkað fyrir þeirra framlag.

Vefsíða félagsins er http://ffar.is/dagskra.


Af www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður